18.2.2007 | 14:12
Skekkja um fimmtíu og tvö ár
Skemmtilegt þegar vitleysurnar eru settar fram sem heilagur sannleikur. "Skapari fjarstýringarinnar látinn" og "hann var helst þekktur fyrir að hafa fundið upp fjarstýringuna," Sérstaklega þar sem höfundur missir marks um fimmtíu og tvö ár. Nikola Tesla sótti um einkaleyfi á fjarstýringu 1898 og sama ár sýndi hann fjarstýrðan bát í Madison Square Garden. Þannig að Tesla telst vera sá sem fann upp fjarstýringuna.
Aftur á móti þá má segja að Robert Adler og félagar hafi gert þessa uppfinningu aðgengilega fyrir almenning og búið til fyrstu fjarstýringuna sem var ætluð til að nota á sjónvarp.
![]() |
Skapari fjarstýringarinnar látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.